Skilmálar

Almennir skilmálar – Bónstöð

 

1. Þjónusta

1.1 Mánar ehf skuldbindur sig til þess að veita þá þjónustu, sem það tekur að sér fyrir viðskiptavin

1.2 Þjónustan skal veitt samkvæmt samkomulagi og milli aðila

 

2. Gildissvið og gildistaka

2.1 Skilmálar þessir skulu gilda um þá þjónustu sem félagið tekur að sér fyrir viðskiptavini

2.2 Skilmálar þessir gilda frá 06.06.20

 

3. Greiðslur og kostnaður

3.1 Greitt er fyrir þjónustu við kaup skv. verðskrá, tilboði eða öðrum afsláttum

 

4. Óvissa um þjónustu og vanefndir

4.1 Leiki vafi á því hvers konar þjónustu hafi verið óskað eftir skulu Mánar leitast eftir nánari skýringum viðskiptavina áður en haldið er áfram

4.2 Telji viðskiptavinur að Mánar ehf hafi ekki skilað fullnaðar þjónustu skal koma á framfæri athugasemd strax og bíll er sóttur

 

5. Áhrifaþættir og þjónustutakmarkanir

5.1 Eftirfarandi þættir geta haft neikvæð áhrif á endanlega niðurstöðu:

  • Reykingar

  • Dýrahald

  • Skemmdir eftir olíu og/eða salt

  • Óhefðbundið magn tjöru á lakki

Viðskiptavinir skulu sjálfir óska eftir umfram þjónustu vegna ofangreindra þátta

5.2 Persónulegir munir eru ekki færðir úr stað af starfsmönnum og ber viðskiptavinum að fjarlægja þá. 

 

6. Upplýsingaskylda til viðskiptavina

6.1 Mánar skulu leita samþykkis viðskiptavinar ef þörf er á umfram þjónustu áður en hún er veitt

 

7. Tafir á þjónustu

7.1 Mánar ehf áskilur sér til þess að seinka áætlaðri afhendingu bíls vegna óviðráðanlegra ytri og innri aðstæðna sem fyrirtækið ræður ekki við án þess að komi til lækkunar gjalds.

7.2 Sé ökutæki afhent Mánum seinna en bókaður tími segir til um geta Mánar ekki tryggt að ökutækið komist strax að eða að tími falli niður

7.3 Sé ökutæki í þannig ástandi að það geti ekki talist til eðlilegrar óhreininda geta orðið tafir á afhendingu þess og auka kostnaður fallið til

 

8. Ábyrgðarsvið

8.1 Leiði alvarlegt gáleysi starfsmanns Mána til skemmda á eigum viðskiptavinar skal litið til almennra laga um skaðabótaskyldu

 

9. Ábyrgðartakmörkun

9.1 Hlutir í persónulegri eigu viðskiptavinar og teljast ekki til fylgihluta ökutækis falla ekki undir ábyrgðarsvið fyrirtækisins. Því skulu viðskiptavinir ganga úr skugga um að slíkir hlutir séu öruggir eða fjarlægðir.

9.2 Mánar geta ekki tekið ábyrgð á frekari skemmdum sem verða út frá undirliggjandi skemmdum t.d. steinkasti, brot í lakki, plasti, gleri o.s.frv. Mælt er með að laga skemmdir áður en komið er með bílinn í háþrýstiþvott. Það er á ábyrgð viðskiptavina að láta vita af skemmdum sem ber að vara sig á áður en Mánar ehf taka við bílnum.

 

10. Lög og varnarþing

10.1 Íslensk lög skulu gilda um þessa skilmála og réttarsamband Mána ehf við

Viðskiptavini.

10.2 Mál vegna skilmála þessara skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og öðrum íslenskum áfrýjunardómstólum, eftir því sem við á.